Fætur

Fótsnyrting er meðferð sem veitir vellíðan og slökun í senn.

Mjúkir og vel snyrtir fætur veita vellíðan á líkama og sál.

Fótsnyrting

Meðferðin tekur 60 mínútur.

Fæturnir eru baðaðir upp úr mildu sápuvatni.

Neglur og naglabönd snyrt. 

Húð og hælar mýktir upp á mjúkan hátt með djúphreinsi. 

Meðferðinni lýkur með yndislegu fótanuddi

Fótsnyrting með lökkun

Meðferðin tekur 90 mínútur. 

Fæturnir eru baðaðir upp úr mildu sápuvatni.

Neglur og naglabönd snyrt. 

Húð og hælar mýktir upp á mjúkan hátt með djúphreinsi. 

Neglurnar eru lakkaðar með undirlakki, síðan farnar tvær umferðir með lituðu lakki og svo er sett fljót þornandi yfirlakk. 

Meðferðinni lýkur með yndislegu fótanuddi.

Þjölun og lökkun

Meðferðin tekur 30 mínútur.

Neglur eru klipptar/þjalaðar og þynntar ef þörf er á. 

Í lokin eru neglurnar lakkaðar með undirlakki, tveimur umferðum af lituðu lakki og svo sett fljót þornandi yfirlakk.