Förðun

Er sérstakur viðburður í vændum eða langar þig til að dekra við þig því þú átt það skilið? 

Notast er við frábærar förðunarvörur frá Ameríska förðunarframleiðandanum Smashbox, eru þær allar ofnæmisprófaðar og cruelty free. 

Léttförðun

Léttförðun hentar hvaða tilfefni sem er og tekur aðeins 30 mínútur. 

Byrjað er að setja dagkrem og primer á bæði augu og andlit. 

Á augun er sett léttan augskugga til að fá smá svip, eftir það er valinn réttur farði sem settur er á andlitið ásamt léttum kinnalit. 

Í lokin er síðan settur maskari.

Kvöldförðun

Kvöldförðun hentar flestum tilfefnum og tekur 60 mínútur. 

Byrjað er að setja dagkrem og primer á bæði augu og andlit. 

Augnskuggi valinn eftir lit augna eða í svipuðum tón og fatnaður er.

Farði og hyljari er valinn eftir blæbrigði húðar og borinn á húð. Léttur kinnalitur og skygging sett á eftir farðanum. 

Í lokin er augnblýantur settur, maskari og brúnirnar mótaðar. 

Hægt er að bæta við gerviaugnhárum.   

Brúðarförðun

Einn stærsti dagur í lífi hverrar stúlku og bjóðum við uppá yndislega rólegastund á þessum stóra deigi. 

Brúðarförðun tekur 90 mínútur og innifalið með henni er frír prufuförðun nokkrum dögum fyrir stóradaginn. Þá eru ákveðnir hvaða litir verða notaðir og hvernig förðunin mun lýta út. 

Brúðurin getur valið um hvort förðunarfræðingurinn mæti til hennar eða brúðurin mætir sjálf á snyrtistofuna. 

Með hverri keyptri brúðarförðun fylgir  afsláttur í dekur pakka 1 sem innifelur litun og plokkun á brúnir ásamt Guinot andlitsmeðferð.