Meðferðir

Andlit
Litun og plokkun
Litun á augnhár og/eða augnabrúnir. Augnabrúnir mótaðar með plokkun og/eða vaxi.

Andlitsbað
Grunnmeðferð fyrir konur á öllum aldri. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, herða og andlitsnudd, eftir það er andlitsmaski borinn á.

Sérmeðferðir
Allar sérmeðferðirnar eru hannaðar eftir hágæða stöðlum og er hver og ein meðferð sér hönnuð eftir því sem viðskiptavinur sækist eftir. Er hvert efni hannað eftir þörfum og til að fá tilsettan árangur eftir meðferðina.

Uppbyggjandi meðferð
Meðferð sem er mjög virk og spennandi fyrir húð sem sýnir fyrstu merki öldrunar, unnið er með virk efni sem endurnæra frumur húðarinnar ásamt því að vinna í fínum línum húðarinnar. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, virkefni borin á fyrir og eftir herða og andlitsnuddið. Eftir nuddið er djúpvirkandi maski borinn á sem inniheldur virk efni sem er sér hannaður fyrir þessa meðferð.

Nærandi meðferð
Meðferð sem veitir húðinni fullkomna næringu þar sem verið er að vinna með virk lípíð. Veitir húðinni jafnvægi, nærir daufa, þurra húð svo húðin fái aftur góðan ljóma og er öll endurnærð. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, virkefni borin á, herða og andlitsnudd. Djúpvirkur nærandi maski borinn á.

Rakagefandi meðferð
Meðferð sem veitir húðinni fullkomna rakagjöf þar sem náttúrulegt eplavatn baðar húðina í raka. Kemur á góðu rakajafnvægi, fínar línur vegna þurrks og herpingstilfinning í húð hverfa. Húðin nær fullkomnri mýkt og vellíðan á ný.Frábær meðferð eftir mikla viðveru í sól eða hitabreytingar. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun með hydraderm snyrtivörum, djúphreinsun, virkefni borin á, herða og andlitsnudd. Djúpvirkur rakamaski sem inniheldur náttúrulegt eplavatn og avokadó olíu í lokin.

Súrefnis meðferð
Mjög virk og spennandi meðferð fyrir húð sem þjáist af streitu. Byggir upp varnarlag húðar og kemur til móts við húð sem hefur orðið fyrir skemmdum af völdum mengunar, hitabreytinga eða reykinga. Dregur úr ertingi og óþægindum í húð og gefur mikin raka. Strax frá fyrstu meðferð örvast húðvefirnir og bindast meira súrefni og húðin fær heilbrigðari og frísklegra útlit. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, virkefni borin á, herða- og andlitsnudd og maska sem inniheldur kornolíu og jurtakraft.

C-Vítamín meðferð
Fullkomin meðferð fyrir þreytta og vannærða húð, byggir einnig upp húð eftir veikindi og bætir áferð hennar. Hefur herpandi og mattandi áhrif á húð og hentar því einnig vel fyrir feitar húðgerðir. Dregur úr litablettum og jafnar húðlit. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, virk efni borin á, herða- og andlitsnudd. Í lokin maski sem unninn er úr plöntuseyði sem hefur styrkjandi, mýkjandi og rakagefandi áhrif.

Ávaxtasýrur
Ávaxtasýrumeðferðirnar hjá Académie eru með þeim árangurríkustu á snyrtistofu markaðinum í dag.
Þær eru háþróaðar og hannaðar af öflugu teymi húð og lýtalækna í samvinnu við rannsóknarstofu Académie.
Innihalda einstök innihaldsefni sem valin hafa verið til að að vinna með AHA og BHA sýrunum og því verður árangurinn mun markvísari.
Hentar ávaxtasýrumeðferðin öllum húðgerðum. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun með efnum sem eru sérhönnuð fyrir þessa meðferð, síðan er strokið yfir húðina með hlutleysi sem gerir húðina tilbúin fyrir sýrurnar. Sýrurnar eru bornar á og látnar liggja á í 10-15 mín. Eftir það eru efni borin á til að koma jafnvægi á sýrustig húðarinnar aftur og næra húðina eftir djúpvirkandi áhrif sýranna. Í lokin er sett dagkrem með 50 vörn í.

Fætur
Fótsnyrting er meðferð sem veitir vellíðan og slökun í senn. Fæturnir eru baðaðir upp úr mildu sápuvatni. Neglur og naglabönd snyrt, húð og hælar mýktir upp á mjúkan hátt. Síðan er yndislegt fótanudd sem er gott fyrir alla fætur. Í lokin er naglalakkað með lit fyrir þá sem það vilja. Mjúkir og vel snyrtir fætur veita vellíðan á líkama og sál.

Hendur
Handsnyrting þar sem neglur eru þjalaðar og naglabönd snyrt. Við notum kornakrem til að fjarlægja dauðar húðfrumur og gera húðina silkimjúka. Gott nudd á hendur með handáburði er ómissandi í lokin, viðskiptavinurinn getur síðan valið um naglalakk að eigin vali.

Novalash
Novalash er eitt fremsti framleiðandi augnhára og því sem fylgir þeim í heiminum í dag. Vörurnar eru þróaðar í læknaháskóla í Bandaríkjunum og það sem skara framúr er hönnunin á líminu þeirra, en það hefur unnið til margra verðlauna og er helsta innihaldsefnið sama efni og notað er í augnaðgerðum og til að líma saman sár.
Það sem lætur þessi augnhár standa fremri en önnur er að þau eru olíu og vatnsþolin ásamt er límið mun sveigjanlegra svo það fer mun betur með náttúrulegu augnhárin. Ásamt því er notast við nýja tækni á ásetningu sem fer einnig mun betur með þín náttúrulegu augnhár

Heilun- Dáleiðsla – Tilfinninga úrvinnsla

Reiki heilun er djúp slökunar meðferð fyrir sál og líkama.
Heilun getur unnið á móti vöðvabólgu, stressi, þreytu, svefnleysi, verkjum í vöðvum svo nokkuð sé nefnt.
Dáleiðsla er leidd hugleiðsla inní fyrrilíf/tilfinningar/áföll til að vinna úr tilfinningum, flóknum samböndum, kvíða og hræðslu við ákveðna hluti/fyrirbæri. Tekið er hverja tilfinningu/áfall sér fyrir og unnið úr því sem kemur upp.
Fer einungis eftir hverju þú leitar að til að fá jafnvægi í þínu lífi.

Vaxmeðferðir
Allar helstu vaxmeðferðir eru í boði á snyrtistofunni sjá verðskrá.
Endist allt að 4-6 vikur. Notast er við bæði rúlluvax og pottavaxi, mismunandi eftir húðsvæðum og óskum viðskiptavinar. Fagleg ráðgjöf veitt í lokmeðferðar ásamt ráðgjöf um áframhaldandi meðferð heima við með kremum úr hárlínu Academie.