Um okkur

Snyrtistofan Athena opnaði þann 7. september árið 2019 og er staðsett í Grænumörk 10 hjá Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði.

 

Bjóðum við dvalargestum NFLÍ og viðskiptavinum utan úr bæ að koma í dekurstund til okkar. 

Við bjóðum uppá
allar helstu meðferðir á snyrtistofunni ásamt nokkrum sérmeðferðum. 

 Hægt er að hafa samband í síma 835-2255 og 483-0273

 

Meðferðar- og söluvörurnar okkar koma frá
hágæða vörumerkinu GUINOT sem er framleitt í París og er eingöngu ætlað til
noktunar og sölu á snyrtistofum.  

Sólrún Þórðardóttir

Snyrtifræðimeistar og eigandi Snyrtistofunnar Athenu

Lauk Sveinsprófi 2017 og Iðnmeistaraprófi 2020. Hefur hlotið kennslu í Reiki 1 og 2 og Dáleiðslu. Sérmentun í varanlegri förðun og er viðurkenndur sérfræðingur í ásetningu augnháralenginga.

Stunda nú nám í fótaaðgerðafræði við Keili og stefni á útskrift í lok árs 2022.

Ég er alin upp á Snæfellsnesi en bý nú rétt fyrir utan Hveragerði með manninum mínum og dætrum okkar tveimur.

Unnur Kristín Jónsdóttir

Snyrtifræðingur og naglafræðingur

Útskrifaðist með hæstu einkunn af snyrtifræði í Snyrtiakademíunni í nóvember 2015. Auk þess að  hafa hlotið diplómu í naglafræði úr skólanum ProNails árið 2015. 

Lauk Sveinsprófi 2016 og eftir það vann hún lengi vel erlendis á snyrtistofu og einnig á spa.