Varanleg förðun

Varanleg förðun er áhrifarík meðferð þar sem litir eru settir undir ystalag húðarinnar til þess að skerpa á augabrúnum, augum og vörum sem hafa mist lögun og lit.

Fyrstaskiptið eru 120 mínútur sem innifelur endurkomu eftir 6 vikur.

Notast er við hágæða vörur frá Nouveau Contour sem er frumkvöðull og framleiðandi á þessum markaði.

Augabrúnir - Tatto

Augabrúnir eru mældar út og mótaðar eftir óskum viðskiptavinarins. 

Litur er sér valinn út frá litarhafti og óskum viðskiptavinarins. 

Augnlína - Tattoo

Ákveðið er hversu þykka línu viðskiptavinur vill og hvort það eigi að vera vængur. 

Litur er sér valinn út frá litarhafti og óskum viðskiptavinarins.

Ef óskað sé eftir væng þá er vængurinn teiknaður áður en byrjað er. 

 

Varir - Tatto

Með tímanum dofnar náttúrulegi litur vara með þeim afleiðingum að lögun varanna breytist og virðast vera þynnri en þær eru í raun.

Með varanlegri förðun er hægt að endurheimta fyrri lögun, vera með vel mótaðar og fallegar varir. 

Litur er sér valinn út frá litarhafti og óskum viðskiptavinarins. 

Varir eru mótaðar eftir náttúrulegri lögun varanna. 

hægt er að velja um þrjár gerðir 

-Varalínu

-Ombre þar sem liturinn fjarar hægt út í miðjuna

-Heil litun þar sem litur þekur allar varirnar

 

Microblade

Er varanleg förðun á augabrúnum þar sem notuð er önnur tækni en vél við gerð augabrúna. 

Augbrúnin er mæld og mótuð eftir óskum viðskiptavinarins og síðan eru teiknuð örfín hár með microblade penna. 

Varanlegförðun á augabrúnum með vél

Varanlegförðun augu

Varanlegförðun varir

Varanlegförðun augabrúnir með Microblade